Ofsatrú

Hef verið að glugga í það sem að menn hér á landi hafa skrifað um þáttinn sem var í gær um alþjóðavæðinguna. Ofsatrúarmennirnir hafa greinilega tekið upp trúarrit sín og berja nú með öllu afli í allt sem að segir að gallar geti hugsanlega fylgt þeirra skoðun.

Ofsatrú er alltaf af hinu illu, hvort að trúin byggist á fornum trúarritum, nýjustu hagfræðiritgerðum, ljótum siðum sem hvergi er að finna á blaði eða öðru skiptir engu máli. Sá sem trúir í blindni á einhverja eina skoðun er fátækur maður, og ófarsæll. Engin ein skoðun er hin algilda skoðun, lífið byggist ekki á því að finna hina réttu skoðun og fylgja henni út í gegn án þess að horfa í kringum sig.

Ofsatrú á markaðinn er nú að kalla yfir okkur myrkar aldir, alveg eins og ofsatrú á smásögubók kallaði myrka öld yfir okkur fyrir árhundruðum síðan. Dagur upplýsingar þarf að koma aftur, vonandi fyrr en síðar.

Áhugavert:

  • Íslensk netgoðsögn?
  • George Soros
  • Lénsveldið Hyundai
  • Comments are closed.