Alþjóðavæðingin

Mjög góður fréttaskýringaþátturinn á RÚV áðan, þar sem margverðlaunaði fréttamaðurinn John Pilger fjallaði um hnattvæðinguna, og hvernig hún virkaði í raun (sem er talsvert ólíkt því sem að okkur er selt af framámönnum hennar).

Mig langaði að verða blaðamaður á yngri árum, og gera svona alvöru fréttaskýringar. Alvöru fréttir kafa undir yfirborðið, alvöru fréttir eru ekki upplesning á formlega orðuðum fréttatilkynningum sem ekkert segja né margt af því sem okkur er borið á borð.

Mig grunar að sögubækurnar muni fara svipuðum orðum um seinni hluta 20. aldar og (vonandi ekki meira en) fyrri hluta 21. aldar og finna má í okkar sögubókum um miðaldirnar, lénsaldirnar og mátt hins sterka (ríka). Við erum ekki á réttri leið ennþá, og undanfarið ár hefur það orðið áberandi.

Áhugavert:

  • Var þetta þota?
  • Moonstruck
  • Comments are closed.