Dune

Fyrsti hluti af þremur í sjónvarpsseríunni sem gerð er eftir Dune-sagnabálknum var að enda á RÚV (langt síðan ég hef horft á eitthvað yfir höfuð á RÚV, og þó er nauðungaráskrift að henni). Virðast mjög vandaðir þættir í flesta staði. Hef lesið 2 bækur úr Dune-heiminum, það var fyrir tíma dagbókarinnar þannig að ég get ekki grafið upp nöfnin á þeim, en þær voru ágætis lesning minnir mig.

Mike benti mér á áhugaverða frétt um nýjan knattspyrnuvöll í München, sem mun heita Allianz Arena og verða heimavöllur Bayern og TSV 1860. Mjög svo óvenjulegur völlur, þýskir gárungar hafa þegar uppnefnt hann björgunarvestið eða björgunarbátinn.

Comments are closed.