Frakkland: Dagur 5

Voðalega íslenskt veður í dag, 16°C og skýjað/rigning. Ætlun dagsins var sú að fara upp á virki sem að er á fjalli sem gnæfir yfir Grenoble og síðar í klaustur nokkuð lengra frá. Sökum þessa veðurs var því slegið á frest og fyrri hluti dags fór í bókalestur og spjall.

Hádegismaturinn var mun betri en í gær, úrvalskótilettur og að sjálfsögðu borðrauðvín með sem alltaf.

Upp úr þrjú miðdegis virtist sem að veðrinu væri að slota þannig að haldið var í virkið, þá var hins vegar svo mikil þoka að ekki sást nema 3 metra fram yfir þverhnípta fjallsbrúnina, 200 metrum neðar var svo Grenoble. Rigningin snéri svo aftur þannig að við héldum bara aftur heim á leið.

Comments are closed.