Klippa, líma og þýða

Snillingarnir hjá mbl.is halda áfram að gera rósir í þýðingum, nú síðast varðandi rán í hraðbanka frá ATM-bankanum, þeim til fróðleiks ætti kannski að segja þeim að ATM er hraðbanki, ATM er sumsé það sem enskumælandi menn kalla hraðbanka (automatic teller machine = sjálfvirk gjaldkeravél). Eins og sjá má á þessum lista yfir banka í Írlandi þá er þar enginn sem heitir ATM.

Þetta voru reyndar bankar frá AIB-bankanum, eins og lesa má um í frétt The Irish Times.

Íslenskir fjölmiðlar halda áfram að pirra mig með þessu endalausa klippa, líma, þýða og mistúlka fréttir sem þeir fá frá Reuters og AP.

Þar sem verslanir voru lokaðar, og afgangar komnir í frost (svo maður fengi ekki ógeð á þeim strax) þá pöntuðum við Sigurrós okkur mat frá Indókína í kvöldmat, hann klikkar aldrei, vel útilátin og ekki nema rétt rúmlega 2.100 krónur heimsendur.

Comments are closed.