Lokað vegna veðurs

Tölvan mín er orðin verulega steikt, virðist vera einhver súrnun í Windows-draslinu. Ætli það fari ekki klukkutímar og dagar í að grafa upp hvað vandamálið er, gengur frekar hægt þegar að búið er að skoða allan vélbúnað en samt frýs vélin á hverri mínútu í nokkrar sekúndur. Villuboðin eru svo minna en hjálpleg. Windows er oft svo undarlegt að það virðist hreinlega fara eftir veðri og vindum hvenær það ákveður að ergja mig. Nógu oft hef ég þurft að laga það, uppfæra hitt og þetta, eyða hinu og þessu. Bastarðar.

Þessi færsla er því rituð á frekar elliærri útgáfu af Rauðhatti. Sem betur fer er nóg af bókum til að lesa, kláraði í dag In your dreams eftir Tom Holt. Óbeint framhald af síðustu bók hans, skemmtileg þróun.

Comments are closed.