Sourceforge

Í dag var mitt fyrsta framlag á SourceForge. SourceForge er vefur fyrir hugbúnaðarþróun þar sem hver sem er getur orðið hluti af þróunarteymi ýmiss konar forrita og kerfa. Þau eru fjöldamörg tólin sem þaðan hafa komið sem ég hef getað nýtt mér, en ekki hef ég lagt neitt til málanna þar áður.

Ég byrja reyndar mjög pent, setti inn íslenska þýðingu á TinyMCE ritlinum. Heimilisfólk Betrabóls á vefnum mun sjá íslenskuna taka yfir um helgina í umsjónarsvæðum sínum.

Comments are closed.