Í gær fór ég í Fjallalindina þar sem meistaragráðu Vals var fagnað, því næst fór ég í Sæviðarsund og fagnaði þar 25 ára afmæli Daða (sem er í dag) og að lokum í Hraunbæ til að líta á tölvu óheppnasta tölvueiganda Íslands.
Þegar heim var komið horfði ég á Little Nicky sem reyndist ekki vera eins arfaslök og ég hef haldið undanfarin fimm ár, að henni óséðri.
Spaugstofan hins vegar toppaði allt, eini þátturinn sem ég hef séð með þeim í lengri tíma en náðu að útskýra Baugs-málið fyrir manni á skemmtilegan máta!