Lygaheilar og bikaraleit

Frétt á BBC um að heilar lygara séu öðruvísi en annara er áhugaverð. Samkvæmt henni er hlutfall milli hvítra og grárra heilasellna mjög áhrifamikill þáttur í getu og vilja til að ljúga.

Kláraði í dag að lesa The Pothunters eftir P. G. Wodehouse. Frekar tilþrifalítil en með einstaka gullkorn.

Rakst annars á svaðalegan vef með bókum í PDA-formi (fyrir lófatölvur). Verð að grafa vel í honum, hann nýtir sér Project Gutenberg efni til dæmis. Núna er alþjóðavika bannaðra bóka í gangi, nokkrar þeirra má fá þarna.

Comments are closed.