Sá í gær Extreme Engineering:Iceland Tunnel á Discovery um Kárahnjúkavirkjunina. Séð marga Extreme Engineering þætti en man ekki eftir að hafa séð viðlíka kák og klúður áður, menn sem neita að gera vinnu sína, gera hana vitlaust í tvígang og það endar á því að yfirmaður gengur í starfið og tekur heilan dag í það að redda dæminu. Myndin sem þarna var dregin upp af aðstöðunni var svo hrikaleg líka, eins og einn sagði: “it’s pretty much like prison”.
Gleymum metanbílum í bráð, sykurbílar eru að ná yfirhöndinni í Brasilíu! Jamm, knúnir af bensíni og ethanóli.