Landssamband lögreglumanna sendi frá sér ályktun þar sem segir meðal annars
Landssamband lögreglumanna hvetur til þess að þeir aðilar sem fjalla vilja um lögreglumálefni geri það með málefnalegum hætti.
Sem er gott og blessað nema hvað að það er andskotanum erfiðara að fá svör og gögn frá þessum mönnum. Undanfarna mánuði hef ég sent fyrirspurnir til Ríkislögreglustjóra, þáverandi forsætisráðherra, þáverandi utanríkisráðherra og útlendingastofnunar varðandi atferli þessara aðila í Falun Gong-fjöldahandtökunum, synjunum erlendra ríkisborgara á áritun til að sækja hér ráðstefnur og áreiti lögreglu gegn aðilum á Íslandi samhliða þessu.
Ekki eitt einasta múkk hefur komið frá þessum aðilum. Ég hef í einhverjum þessara erinda bent á upplýsingalögin og sé ekki að hægt sé að fullyrða að mikilvægir almannahagsmunir liggi á bak við þessar furðulegu ákvarðanir, enn grefur undan trausti á yfirvöldum og þjónum almennings.
Ætli maður verði ekki að fara að leita til umboðsmanns Alþingis til að fara að fá svör.