Þá er ekki langt í það að við skötuhjúin höldum á BSÍ og þaðan (eftir smá Reykjavíkurrúnt) í Leifsstöð. Þaðan fljúgum við með Corsair (brottför 01.30) til Orly-flugvallar í París, síðan þurfum við að hlaupa uppí næstu RER-lest til að komast á Gare de Lyon, þar sem við vonumst til að ná TGV-lestinni sem að tekur okkur á áfangastað í Grenoble (komutími 11.45 að staðartíma, 09.45 að íslenskum tíma).
Vonandi að engar seinkanir verði þannig að við þurfum að kaupa okkur nýja miða og annað vesen.