Var að klára að lesa fyrstu kiljuna sem ég tók á Borgarbókasafninu. Hún hét þessu skemmtilega nafni hér að ofan, og er eftir blaðamanninn margreynda Arnold Sawislak (gefin út 1985). Þetta er saga um smábæjarblað sem að er tekið yfir af skuggalegum náungum og breytt í örgustu gulu pressu. Skondin og skemmtileg lesning.
Ákvað að lesa hana fyrir brottför þar sem að kiljan er frekar illa farin með lausum síðum út um allt. Gallinn við kiljur er sá að þær endast frekar illa, þarna erum við með 16 ára gamla kilju sem er orðin heiðgul og kjölurinn að gefa sig. Ég hef smá áhyggjur af því að kiljusafnið mitt endi svona illa farið, spurning með að finna hvort að eitthvað eitt rakastig eða annað geti lengt líftímann.