Áfram Ray Nagin og New Orleans!

Þessi maður er borgarstjóri New Orleans og hann er brjálaður yfir ruglinu sem er í gangi.

Hjálp berst seint og illa og fjölmiðlar virðast hafa meiri áhyggjur af vatnsflöskum og mat, sem sveltandi fólk í lífshættu tekur úr yfirgefnum verslunum, en af lífi þúsunda sem hanga á bláþræði.

Zero-tolerance policy kalla þeir þetta, skjóta alla sem reyna að halda lífi með því að ná sér í mat sem ENGINN er að nota og eiganda er nokk sama um, hann er bara feginn að hafa komist lifandi í burtu!

Þetta er endanleg sönnun þess að í Bandaríkjunum skiptir hlutur, eign, niðursuðudós, mun meira máli en líf fólks sem er í lífshættu.

Já það eru nokkrir idjótar á sveimi, þrælvopnaðir (guns don’t kill people hmmm…) en meirihlutinn er bara að reyna að halda sér á lífi í hrikalegum aðstæðum.

Kíkið á þetta viðtal, þetta er refsivert athæfi leiðtoga þjóðar, alvarlegra en að hann sé að dúllast með einhverri stúlku. Mun alvarlegra.

Kannski það þurfi að slá hausunum á fréttamönnum saman nokkrum sinnum og það duglega til að þeir fari að fatta hvað skipti máli. Lífið.

Comments are closed.