Wikimania

Eins og Guardian greinir frá þá er Worldwide Wikimania í gangi. Þetta frábæra framtak, sem er alfræðiorðabók almennings, gerð af almenningi, er alveg tær snilld.

Sjáið bara þessa ítarlegu færslu um gæsalappir (ritmáls, ekki fuglsins)!

Enska útgáfan er orðin risavaxin, sú íslenska á enn langt í land.

Ritfrelsi fyrir alla, þekking fyrir alla, upplýsingar fyrir alla!

Tyrkir eru reyndar ekki alveg á þessari línu, menn kærðir fyrir undarlegustu sakir.

Að lokum er hér að finna aðvörun frá 2001 um yfirvofandi drukknun New Orleans. Bush las greinina sennilega ekki, fyrst að hann skar niður fé til flóðvarna um 80%.

Comments are closed.