Ísland-Holland

Við erum sumsé nýkomin úr seinni utanlandsferð okkar í ár (þá er minn kvóti búinn en Sigurrós á eina enn í handraðanum).

Að þessu sinni fórum við til Hollands til að mæta í brúðkaup vina okkar, þeirra Jolöndu og Jeroen. Ætli myndirnar, myndböndin og sagan af því brúðkaupi detti ekki inn síðar, 16 tíma brúðkaup eru ekki algeng á Íslandi.

Þegar maður er erlendis, einkum í stórborgum, tekur maður eftir því hvað umferðin er mikil, en líka eftir því að ökumenn aka eins og aðrir séu í kringum þá og gefa sénsa þegar á þarf að halda.

Þessi vika hefur minnt mig á hversu miklir villimenn við erum í umferðinni hér heima, bílar sem svína þvert fyrir þrjár akreinar rétt áður en komið er að ljósum til að beygja, svigfífl sem skjóta sér í gegnum nálaraugu í umferðinni til að komast auka bíllengd áfram og aðrir fávitar sem að stofna öllum í hættu við þá viðleitni sína að bæta fyrir skort á skynsemi með því að vera á undan næsta bíl.

Ef ég væri umferðarlögreglumaður væri ég þegar búinn að svipta þrjá ökumenn leyfi fyrir að vera ófærir um að vera í umferð og sekta nokkra í viðbót fyrir gáleysi.

Já umferðin hérna heima pirrar mig alltaf þegar ég kem heim og sé fávitaskapinn hérna og ber saman við alvöru umferðarlönd þar sem að almenningssamgöngur eru til fyrirmyndar og ökumenn vita það vel að þeirra líf og annara hangir á bláþræði í hraðskreiðum málmklumpum.

Comments are closed.