Svona fyrst að við erum orðin gift og svona þá gæti verið að barn poppi í heiminn á næstu árum. Við ætlum þó að taka ráðum þessa manns og ekki eignast 77 börn eins og hann.
Vesturlöndin eru að missa sig í paranoju, sem kemur verr út á endanum fyrir alla en sjálfir atburðirnir sem kveiktu hana, því er gleðilegt að sjá að fáránleg lagasetning í Bretlandi, sem átti að “hlífa” þingmönnum því að sjá mann mótmæla atkvæðagreiðslu þeirra í Íraksstríðinu, hefur ekki náð að hrekja mótmælandann í burtu. Það þarf alvarlega að skoða það hvers vegna verið er að leggja meiri og meiri áherslu á það að opinberir starfsmenn og ráðamenn sjái ekki “ljótt” og heyri ekki “ljótt”. Ljótt í þessum skilningi allt það sem er andstætt þeirra skoðunum.
Banana-aðdáendur takið eftir, bananinn er í útrýmingarhættu. Þeir sem lesa þessa grein sjá þó væntanlega að þarna er verið að tala um Cavendish-afbrigðið eingöngu, sem er núverandi bananinn okkar. Til eru þúsundir afbrigða en hin þykja víst fæst nógu smeðjuleg til að fylla skarðið. Stórmerkileg grein.
Verst hvað það er oftast svalt hérna á Fróni, svona listasýningar krefjast meiri hita svo að fólk ofkælist ekki þegar það er “saklaust af fatnaði” (vond þýðing á glimrandi setningu sem ég las í gær annar staðar…).