Jæja. Kominn heim frá Frakklandi. Í París er enginn skortur á hermönnum og vopnuðum lögreglumönnum sem rölta um með vélbyssur og rifla. Þeir eru gífurlega paranojaðir þessa dagana og ég vorkenni Parísarbúum þegar að þeir lentu í því ítrekað að þeim var meinaður aðgangur að sínum eigin götum.
Það jafnast þó ekki á við það að skjóta mann fimm sinnum í hausinn.
Afsökunin sem að maðurinn sem skipaði “shoot to kill” ætti að vera í gangi, Lord Stevens er svohljóðandi:
But we are living in unique times of unique evil, at war with an enemy of unspeakable brutality, and I have no doubt that now, more than ever, the principle is right despite the chance, tragically, of error.
Þetta er einhver hrikalegasta setning sem ég hef heyrt! Þarf aðeins að grafa í George Orwell og Aldous Huxley bókunum mínum til að sjá hvort að þetta er ekki orðrétt úr þeim… mig minnir það sterklega.
ÞETTA ER EKKI SVARIÐ! Vilt þú verða næsta saklausa fórnarlambið? Skotinn af lögreglu/her af því að þú virtist grunsamlegur? Ef að þeir höfðu rangt fyrir sér þá er það bara “sorrý, en við drápum þig til að bjarga öllum hinum… sem voru ekki í hættu”.