Lífsmark og mikið í gangi!

Já, lesendur gætu hafa tekið eftir því að loks brast stífla hjá mér, 1242 færslur í röð, ein á dag, og svo bara ein og ein á stangli síðan þá.

Á bak við tjöldin hefur þó verið ýmislegt að gerast, meira gott en slæmt. Pabbi fékk að kynnast heilbrigðiskerfinu af eigin raun og þar er margt sem maður er ósáttur við.

Gleðilegri tíðindi eru þó þau að við Sigurrós höfum nú fengið kirkju, prest og fleira og munum gifta okkur í júlí. Tæknilega smáatriðið varðandi trúleysi mitt er yfirstíganlegt.

Comments are closed.