Heilsan, bara fyrir hina ríku…

Eins og ég hef ítrekað minnst á þá er mér einstaklega illa við þá þróun sem er farin í gang hér á landi, þar sem efnaminna fólki er gert sífellt erfiðara fyrir að halda heilsu sem verður því einkaréttur hinna ríkari.

Þetta hefur grasserað í Bandaríkjunum, sem af mörgum er víst ótrúlega nokk talið fyrirmyndarríki. Rannsókn hefur nú sannað það sem margir hafa varað við: Study finds medical woes at root of many bankruptcies. Ef einhver verður fyrir slysi eða fær illvígan sjúkdóm er greinilega hægt að kveðja hugmyndir um sæmilegt líf nema maður sé þeim mun ríkari. Heilsuna eða peningana!

Comments are closed.