Gengi liðanna minna

Einn stór kostur við að eiga lið í hverju landi er sá að yfirleitt gengur eina þeirra það vel að það nær að vega upp á móti eymd hinna.

Þessa dagana eru Uglurnar að dorma gjaldþrota í League One (sem áður var Division 2 sem þar áður var 3rd division), Lazio sömuleiðis gjaldþrota en þó enn í Serie A.

Lyon hins vegar er nú að reyna að vinna deildina 3ja árið í röð og eru efstir sem stendur.

Gleðitíðindin að vestan eru svo þau að Phoenix Suns eru loks að komast aftur í gang eftir áratug af meðalmennsku og lélegu gengi. Liðið er nú víst það skemmtilegasta og skorar grimmt.

Syndin er sú að ekkert þessara liða hefur ratað á skjáinn hjá manni!

Comments are closed.