Glórulaus andúð á morðingjum og lygurum?

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Colin Powel utanríkisráðherra Bandaríkjanna ætla að ræða um í Washington í næstu viku hvernig Íslendingar taki á sig meiri kostnað af rekstri Keflavíkurflugvallar.

Ráðherra flutti ræðu um utanríkismál á Alþingi fyrir hádegi. Hann lýsti áhyggjum af andúð fjölmiðla og stjórnmálamanna á Bandaríkjunum sem hann líkir við glórulausa fordóma og ítrekaði stuðning stjórnvalda við innrásina í Írak. (textavarp.is)

Já. Gott að hann ítrekaði stuðning stjórnvalda, ekki þjóðarinnar. Glórulausir fordómar? Ég hefði nú haldið að allar skýrslurnar sem hafa komið fram varðandi afglöp, yfirhylmingar og vísvitandi lygar stjórnvalda í Bandaríkjunum væri nógur rökstuðningur. Þú Davíð Oddsson, ert blindur maður að kasta grjóti úr eigin glerhöll.

Nokkrir þingmenn hafa lagt fram
Frumvarp til laga um lágmarkslaun
.

Gunnar benti á tvo vefi, þar á meðal Sorry Everybody sem að sannfærði mann um að það eru ekki allir Kanar ofstatrúarmenn. Ein mynd er með íslenskum texta (maður tekur viljann fyrir verkið) og þessi er líka góð.

Að léttari fréttum, Confused sheep wrecks car og NASA to study Rain Man’s mind.

Comments are closed.