Tók mér þrjá tíma í dag í það að flytja gagnagrunna og skjöl af linux-servernum mínum yfir á windows-server. Linuxvélin er að fara í tékk vegna galla í móðurborði sem er í ábyrgð, þannig að windowsvélin er bara til bráðabirgða. Þetta var furðu þægilegt, gagnagrunnar hreinlega afritaðir í skráarformi, notendur settir inn, öll skjöl flutt yfir, fiktað í Apache-stillingum, IP-tala færð yfir, restart og allt komið í himnalag (fyrir utan einn vefinn sem var með harðkóðuðum stillingum… /home/og/svo/framvegis, ekki beint sniðuglega gert hjá þeim sem það gerði).
Ég er alltaf jafn hrifinn af mætti Apache, MySQL og PHP. Apache er æði, er ekki til svona þægilegur FTP-þjónn fyrir bæði Windows og Linux?