Halldór Ásgrímsson, fyrrum utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra, var greinilega ekki alveg á tánum í starfi sínu. Haft eftir honum í Fréttablaðinu að kosturinn við Bush sé að hann sé svo dyggur stuðningsmaður frjálsrar verslunar. Einhver ætti að segja Dóra frá viðskiptahöftunum sem Bush hefur unnið í og verndartollum. Dóri hefur panikkað og bullað einhverju þegar spurt var hvers vegna hann væri ánægður með Bush. Fátt nýtt þar.
Davíð er líka hæstánægður, vonast til að varnarliðið hangi enn hérna eftir þetta. Raddir vestra eru ekki sammála því.
Svo tala þeir um afgerandi sigur, þetta er samt naumasti sigur sitjandi forseta í Bandaríkjunum síðan 1916. Allt tal um fjölda atkvæða er ennþá hlægilegt, auðvitað fjölgar atkvæðum með vaxandi fjölda íbúa. Kerry fékk fleiri atkvæði en Reagan.
Sá í kvöld myndband frá loftárás Bandaríkjamanna á vegfarendur í Fallujah í Írak. Reyni að smella því á netið á morgun. Sýnir hvers konar vitleysingar eru þarna.