Leið 1, 2 eða 3

Þá er það ljóst að 53% kjörsókn í Bandaríkjunum er sú mesta í seinni tíð. Af þeim kusu 51% (rétt rúm 25% kosningabærra Bandaríkjamanna) að halda Bush yngri að völdum í 4 ár í viðbót.

Aðdáendur hans hamra nú á því að aldrei fyrr hafi forseti fengið jafn mörg (heildarfjöldi, ekki %) atkvæði. Það skyldi þó ekki vera tengt því að fólksfjöldi þar hafi aukist líkt og í öðrum löndum? Það er erfitt að fá 100 milljón atkvæði þegar bara 100 milljónir hafa kosningarétt.

Ástandið í heiminum getur batnað, versnað eða staðið í stað.

Það getur versnað þegar ofsatrúarmennirnir hjá Bush halda áfram að gera samkynhneigð, fóstureyðingar og fleira sem við teljum til mannréttinda, að glæpum. Það getur versnað með fleiri innrásum (Kúba er komin aftur á radarinn hjá Bush), áframhaldandi stuðningi við dauðasveitastefnu Ísraelsmanna og fleira fleira. Listinn er það svakalega langur að það er niðurdrepandi.

Ástandið getur haldist óbreytt, allt í skralli.

Ástandið getur batnað, hófsamari menn innan Repúblikanaflokksins byrja að koma sér á réttan stað fyrir næstu kosningar og draga úr ofstækinu og reyna að laga fjárlagahallann. Ég held ekki í mér andanum.

Svo langar mig til þess að segja Davíð Oddssyni að hann sé auli. Þú varst næstum fyrstur manna til að óska forseta sem laug að þér og heimsbyggðinni allri til hamingju með endurkjörið. Ég bíð ennþá eftir svari frá þér og Halldóri um þessi gögn sem sannfærðu ykkur á sínum tíma um að taka þátt í stríðinu gegn Írak. Ég fer með þetta lengra.

Comments are closed.