Perlan sem túristastaður

Fór í gær í annað sinn með félaga úr EVE í Perluna. Það dimmir svo snemma þessa dagana að maður getur voða lítið sýnt þeim bæinn nema þegar myrkur er komið. Því er eina vitið að fara með þá í Perluna og leyfa þeim að sjá ljósaflóðið og álykta stærðina á höfuðborgarsvæðinu út frá því.

Hef að sjálfsögðu lagt áherslu á það hvar Reykjavík endar og Kópavogur byrjar.

Verst að ég held að þeir hafi allir misst af norðurljósunum sem voru á (að mig minnir) sunnudagskvöld. Sumir farnir heim og aðrir bara innandyra við tölvur eða þamb.

Comments are closed.