SV-DVD1E

Jæja, það fór víst svo að við keyptum spilarann sem við sáum á laugardaginn í Smáralind. Eftir ítarlegar rannsóknir á netinu fékk ég staðfest að þetta væri fínasti gripur, og þó að hann væri mjög svo dýr þá langaði okkur í hann núna, en ekki eftir ár þegar að hann er örugglega helmingi ódýrari. Kosturinn við það að lifa spart og safna peningum er sá að geta endrum og sinnum leyft sér svona munað.

Tókum “High Fidelity” í DVD-formi á Laugarásvídeó, kom mjög vel út og allir ánægðir.

Enn ein ferðin í Keflavík, sem betur fer þurfti ég ekki að keyra enda orðinn þreyttur á því í bili.

Áhugavert lesefni:

  • George Harrison og kvikmyndir
  • Comments are closed.