Í eldhúsinu liggja nú einar tuttugu eða svo Orangina flöskur í bleyti í vaskinum. Það ku víst vera besta aðferðin til að ná af þeim límmiðunum, en þeir eiga ekki vel við næsta hlutverk flasknanna, að verða jólaskraut í vinnunni.
Ég ætla að minnsta kosti að gera tilraun til föndurs, held ég að handavinnukennarar mínir fengju slag, enda aldrei fengið meira en 6 í handavinnu og smíði á minni lífsleið.
Samsung spilarinn er kominn aftur inn í myndina eftir ítarlega rannsókn í dag og í gær á því hvar best sé að fá hann og hvernig eigi að fínstilla hann. Í umræðu í vinnunni í dag var ótrúlega einfalt að færast frá umræðu um DVD yfir í umræðu um hvernig risafyrirtæki eru að taka þegna í nefið með aðstoð þeirra ríkisstjórna sem þegnarnir kjósa til þess að vernda þá… þetta liggur allt í augum uppi en fátt er aðhafst… ennþá.
Áhugavert lesefni: