Allir í Bláa lónið, nema ég

Dagurinn í dag ekki verið glæsilegur, það sem byrjaði sem hálsbólga og breyttist svo í kvef virðist nú vera komið á enn eitt stigið, ég hósta og hósta og það surgar í lungunum þannig að minnir á bronkítis kastið sem ég fékk í nóvember.

Dagurinn hjá hinum var all miklu betri. Sigurrós fór með þau í Bláa lónið og Fjölskyldugarðinn. Hún eldaði svo súrsæta svínakjötsréttinn sinn í kvöldmat og vakti hann mikla lukku. Þau spiluðu svo Catan en ég hékk áfram í tölvunni og gerði aftur fátt af viti þar nema að lesa frétt um Maradona yngri og álíka.

Comments are closed.