Geysir og Gullfoss

Klukkan var um ellefu þegar við héldum frá Sælukoti og á Selfoss.

Eftir kaffistopp hjá tengdó héldum við á Geysi og Gullfoss (í þessari röð). Strokkur var kenjóttur og gosin af öllum stærðum, mjög óútreiknanlegur sem, ásamt rigningu, gerði myndatökur frekar erfiðar.

Gullfoss vakti mikla athygli Jeroens og Jolöndu. Þau höfðu séð margvíslega fossa (í fyrsta sinn eiginlega!) á ferð okkar en aldrei ímyndað sér að til væri foss af þessari stærðargráðu.

Á heimleiðinni fórum við Þrengslin, svona til að sýna þeim enn meira af landinu okkar. Við áðum við Raufarhólshelli en þar sem við vorum ekki með útbúnað né nennu fórum við ekki lengra en að mynni hans. Greinilega stórgrýtt yfirferðar.

Við komum svo loks heim í Kópavoginn eftir þessa þeysireið okkar um Suðurlandið undanfarna daga. Hitinn var að ágerast og mældist ég með 39 gráðna hita. Ég fúnkera einstaklega illa ef ég er með hita og því spiluðu hin Catan án mín. Ég kláraði að lesa Chasm City og hékk svo í tölvunni og gerði fátt af viti.

Comments are closed.