Gleymda taskan

Dagurinn í dag var fínn. Við tókum því rólega í svona rétt þokkalegu veðri hérna í bænum, stelpurnar kíktu í Smáralind og við pöntuðum okkur pizzu í brunch.

Eftir að pakkað var ofan í töskur var stefnan sett á Selfoss, með viðkomu í Hveragerði, þar sem tengdó var með flotta fiskisúpu ofan í mannskapinn. Á eftir fylgdi svo dýrindis terta sem vakti sérstaklega mikla lukku hjá Jolöndu.

Leiðin lá nú í Sælukot, við komu uppgötvaðist að taskan mín hafði gleymst og því settumst við Jeroen aftur í bílinn og héldum af stað í bæinn. Tengdó hringdi svo og sagði okkur að fara bara á Selfoss, hún þyrfti í Smárahverfið tli að sækja Odd og gæti skotist svo með töskuna til okkar seinna um kvöldið. Því afhentum við henni lyklavöldin á Selfossi og héldum svo aftur í Sælukot.

Þar settumst við og spiluðum eða lásum í dágóðan tíma. Ragna kom svo með Odd með sér og töskuna góðu og var það afskaplega vel þegið enda öll fötin mín og svo eitt leyndarmál í henni.

Comments are closed.