Tvenn lyklavöld

Í dag fengum við lyklana að Betrabóli (útgáfa 2) afhenta, einum 3 vikum á undan áætluðum tíma.

Þetta hentar okkur einstaklega vel þar sem við getum nú væntanlega boðið Jeroen og Jolöndu upp á sómasamlega gistingu.

Þessa dagana höldum við því tvö heimili þar til að við náum að koma öllu á hreint. Held reyndar að við verðum að redda einhverjum færum símamanni til að geta internetvætt tilvonandi vinnuherbergi öðruvísi en að leggja ljóta snúru einhverja 6 metra leið!

Comments are closed.