Seiglast áfram

Það fór eins og ég spáði… Portúgalir náðu að troða sér í undanúrslitin!

Englendingar gerðu sömu mistök og Hollendingar, þeir bökkuðu þegar þeir voru yfir og nóg eftir af leiknum!

Eitt sem ég gleymdi alveg í færslu minni í gær varðandi treyjur og FIFA. Forseti FIFA sagði að kvennaknattspyrnan ætti að taka upp þrengri búninga til að verða kynþokkafyllri til að laða að áhorfendur (sem er ótrúlega fáránlegt að heyra frá æðsta manni svona samtaka) en svo hafa þeir bannað þröngu búningana sem karlarnir í Kamerún hafa spilað í og nú að auki vilja þeir ekki lengur að menn sýni smá brjóst og maga (kvenmenn yfirleitt í haldara reyndar) til að fagna. Þeir snúast í hringi um sjálfa sig þarna þessir apakettir. Það var annars konan mín sem benti á í færslu sinni kynferðislega þáttinn sem mér yfirsást 😉

Annars er komin út ný þýðing (ensk) á Biblíunni sem er talsvert á skjön við fyrri þýðingar.

Comments are closed.