Farsímaormur

Um leið og ég fæ mér tæknilegan síma dúkkar upp farsímaormur!

Fyrstu umferð EM 2004 er lokið og dómur minn er sá að:

  • Portúgalir voru snargeldir en Grikkir duglegir
  • Spánverjar slappir og Rússar líka
  • Sviss aðeins skárri en ég hélt og Króatar mun slappari
  • Frakkar líka voðalega slappir en Englendingar betri en ég bjóst við
  • Danir sprækir og Ítalir geldir
  • Svíar sprækir líka og Búlgarir voða lánlausir
  • Tékkar ekki í stuði en Lettar í urrandi stuði
  • Þjóðverjar svipað slappir og ég bjóst við en Hollendingar arfaslakir

Comments are closed.