Nekt, hjól og barnaefni

Nöktu hjólreiðarnar fóru vel fram og engar sálir virðast hafa farið í eld og brennistein að þessu sinni. Fyndinn fremsti ljósmyndarinn á myndinni, með svaka linsu og ekki alveg að miða á andlit stúlknanna.

Talandi um fararskjóta, sá ansi óvenjulegt tæki sem heitir Trikke á vefnum. Maður á víst að halla sér til hliðanna til að ná knýja sig áfram.

Aðdáendur Shakespeare geta svo séð hér lista yfir “öðruvísi” útgáfur nokkura verka hans, svona frekar í blárri kantinum.

EM stendur yfir (eru ekki allir að taka þátt í leiknum?) og rússneska liðið fær óvenjulegan stuðning að heiman, kærustur þeirra sitja naktar fyrir (með myndir af mönnum sínum til að skýla því “viðkvæmasta”).

Annars getur það verið varasamt að afklæðast á víðavangi eins og eitt parið komst að þegar fötum þeirra var stolið í almenningsgarði svona rétt á meðan að þau gömnuðu sér.

Ljúkum þessu á geðveikislegum nótum, nýjasta barnaæðið úti er víst Boohbah!

Comments are closed.