Fyrsta grillið

Í gær fórum við á Madonnu til að fagna milljónaviðskiptum dagsins.

Fórum svo til Daða og fengum þar nokkuð af myndefni og skemmtum okkur svo yfir Van Wilder sem er prýðis afþreying.

Í dag sótti Sigurrós mig svo í vinnuna og beið fyrir utan með rós handa mér. Að launum fékk hún koss og smá heimsókn á vinnustaðinn þar sem hún sá meðal annars líklega einn stærsta skanna á landinu sem hana blóðlangaði í.

Við keyrðum svo upp grillið í annað sinn og í þetta sinn fór matur á það. Svínakjöt, epli og bananar sem á það fóru. Smakkaðist vel.

Af fótboltanum er það annars að frétta að einn minn allra uppáhalds leikmaður, Guiseppe “Beppe” Signori, er að kveðja ítalska boltann. Mikill missir að þessum snillingi sem fékk mig til að gjörbreyta vítaspyrnustíl mínum.

Comments are closed.