Heim!

Jæja þá, baktjaldamakki undanfarinna vikna er lokið. Í dag skrifuðum við undir sölusamning á íbúð okkar klukkan 13:00 og klukkan 15:00 skrifuðum við undir kaupsamning á íbúð í Kópavogi.

Ég sný því aftur í minn gamla heimabæ en núna með fagra snót mér við hlið. Hún gleðst yfir þessu að sjálfsögðu.

Spurning hvort maður snúi aftur í pólitíkina fyrst maður er á leið á heimaslóðir. Reyndar margt breyst í minni heimssýn síðan síðast. Reyndar margt fleira breyst líka… alþingismenn láta nú eins og persónur í amerískum bíómyndum í eigin kaffiteríu þar sem sumir eru meira aðal en aðrir og svo birtast hetjur sem sýna að þú ert ekkert meira aðal en aðrir leyfa þér að vera.

Reyndar láta alþingismenn oftar eins og skyni skroppnir krakkar en það er önnur saga.

Voðalega var pólitíkin að pota sér inn í þessa færslu?!

Aðalmálið er að í dag var stór dagur þar sem veltan á reikningi mínum var 10 milljónir og allt small eins og flís við rass. Valhöll fær okkar bestu meðmæli, við munum örugglega eiga við þá viðskipti næst þegar íbúðakaup fara í gang (mörg ár í það).

Comments are closed.