Glimrandi, hjartnæmt, strípalingur og Survivor

Það virðist allt ganga glimrandi vel í einkalífinu þessa dagana, ég kíki reglulega á mig í spegli til að athuga hvort að aukakílóin hafi líka horfið eins og flestar hinar áhyggjurnar. Engin lukka eins og er en þessi tækni gæti samt náð því fram brátt!

Las í morgun The Wish List eftir Eoin Colfer (höfundur Artemis Fowl bókanna). Vel skrifuð og hjartnæm saga. Mæli með henni.

Á flakki mínu um netið rakst ég á strípaling á snókermóti sem er svona með síðustu stöðum sem maður héldi að einhver myndi hlaupa nakinn um á.

Ég sá líka hver vann Survivor All-Stars mér til talsverðrar gremju, við erum greinilega rúmri viku á eftir Könunum núna. Segi ekki meir um þetta mál, vil ekkert spilla fyrir öðrum

Comments are closed.