Flugufangarar

Já það eru nú tveir gestir hér, ekki í fæði.

Annars vegar er það stærsta býfluga sem ég hef séð hér á landi (sýnist þetta vera drottning), hún virtist aðframkomin þegar hún var handsömuð. Hins vegar er það geitungurinn sem trítlaði yfir gólfið í svefnherberginu þegar ég kom auga á hann.

Bæði bíða nú þess að láta lífið og verða þar með nýjustu sýningargripirnir í örsmáu skordýrasafni Sigurrósar.

Comments are closed.