Monthly Archives: November 2005

Uncategorized

Stórafmælið

Ragna, sem ég hef kallað tengdó í 5 ár þó svo að það hafi fyrst orðið lögformlegt í sumar, varð sextug um síðustu helgi og bauð af því tilefni dætrum og tengdasonum í mat og gistingu á Grand Hóteli, pakkinn nefnist Grand Rómantík.

Smá byrjunarhnökrar við upphaf borðhalds en yfirþjónninn braut heilann og bjargaði afmælinu með því að færa okkur frá þéttsetnum bar og margförnum gangvegi að arineldinum í mun notalegri aðstöðu.

Maturinn var hnossgæti og þjónustan fín, laukfælni mín þýddi að ég fékk örlítið öðruvísi rétti en allir þóttu frábærir, lambið var einstaklega gott. Rauðvínið var svo flauelsmjúkt og einstaklega bragðgott, ekki minnsta vínandakeim að finna. Þetta vín virðist ekki fást í ÁTVR sem er miður. Hef auga með því hvort að Simon Pemperton, shiraz / sangiovese frá Ástralíu birtist þar einhver tímann í framtíðinni.

Uncategorized

Líkbrúður og Keisaramörgæsagangan

Kvikmyndaskýrslan fyrir ársyfirlitið… 

Á þriðjudaginn litum við á Corpse Bride. Mjög fín.

Í kvöld var það svo Keisaramörgæsagangan. Ekki síðri og magnað hversu sérhæft líferni þeirra er.

Uncategorized

Á þeysireið

Fátt ritað hérna enda sérdeilis nóg að gera alltaf. Fyrir utan að taka köst á íslensku og ensku Wikipediu og setja inn litlar og stórar greinar og bæta aðrar, þá er ég sem fyrr að leggja mitt af mörkum fyrir Project Gutenberg.

Að auki er ný útgáfa á leiðinni hjá Sigurrós, þar mun ég nýta mér það að MySQL er loksins komið með sýnir og gikki og fleira sem ég þarf að rifja upp en auðveldar lífið til muna.

Ekki má gleyma World Football Organization þar sem hönnun er í gangi fyrir svaðalegasta gagnagrunn íþróttasögunnar. Svo eru ýmis minni verk hér og þar sem ég er með puttana í.


Áhugavert lesefni:

Uncategorized

Sæfarinn eftir Jules Verne

Nú á Project Gutenberg, Sæfarinn eftir Jules Verne.

Uncategorized

Boondocks

Teiknimyndaserían Boondocks: The revolution will be animated.

Uncategorized

Dánartilkynning: GreatSpeed

Vélbúnaður sem hlaut nafnið GreatSpeed ADSL Router við fæðingu lést í gær, föstudag.

Jarðarför verður óvönduð þar sem fráfallið olli talsverðu veseni og algjöru netsambandsleysi.

Betraból býður Planet ADSL Ethernet Modem Router ADE-4100 velkominn til starfa í hans stað.

Ég fékk að minnsta kosti tíma til þess að lesa My Man Jeeves og A Man of Means. Wodehouse til bjargar!