Á þeysireið

Fátt ritað hérna enda sérdeilis nóg að gera alltaf. Fyrir utan að taka köst á íslensku og ensku Wikipediu og setja inn litlar og stórar greinar og bæta aðrar, þá er ég sem fyrr að leggja mitt af mörkum fyrir Project Gutenberg.

Að auki er ný útgáfa á leiðinni hjá Sigurrós, þar mun ég nýta mér það að MySQL er loksins komið með sýnir og gikki og fleira sem ég þarf að rifja upp en auðveldar lífið til muna.

Ekki má gleyma World Football Organization þar sem hönnun er í gangi fyrir svaðalegasta gagnagrunn íþróttasögunnar. Svo eru ýmis minni verk hér og þar sem ég er með puttana í.


Áhugavert lesefni:

Comments are closed.