Monthly Archives: October 2004

Uncategorized

Sannfærandi röksemdafærsla?

Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Norðurlands vestra virtist ótilgreindur heimildarmaður hafa fullyrt við lögreglu á grundvelli fullyrðinga ótilgreinds heimildarmanns þess heimildarmanns að brot gegn fíkniefnalögum hafi átt sér stað að bænum þar sem mennirnir búa. Í úrskurðinum komi ekki fram að hinn beini heimildarmaður hafi verið yfirheyrður, og ekki heldur hinn sagði óbeini heimildarmaður.

Gróa á Leiti sagði Jóni á Leiti sem sagði lögreglunni sem talaði við dómarann sem heimilaði hleranir? Þvílíkir snillingar, voru ekki einu sinni yfirheyrðir, fleira ófyndið um íslenska lögregluríkið í sjálfri fréttinni.

John Eisenhower:Why I will vote for John Kerry for President.

Uncategorized

Giktin

Eftir spássitúr gærdagsins var löppin á mér alveg búinn. Fyrir rúmum 26 árum var vinstri löppin brotin í sundur og sett saman aftur, ákveðnar tæknilegar ástæður þar að baki. Þetta virkaði svo fínt næstu áratugi, eða þar til fyrir svona 5 árum að ég fór að fá verki í brotstaðinn. Ekki er búið að kveða upp endanlegan dóm um hvað þetta er en einna helst virðist vera um gikt að ræða.

Fæ verki í löppina við áreynslu og dró mig því úr fótboltanum nauðugur. Held að hjólið sé næst á dagskrá, það fer betur með þetta en labb, skokk og hlaup.

Helvíti hart samt að vera að kvarta undan gikt og ekki orðinn þrítugur.

Skruppum í dag í heimsókn á Selfoss þar sem við hittum fólk og annað, borðuðum kökur og ítalskar kjötbollur og fengum svo ferðasögu frá pabba þegar í bæinn var komið.

Uncategorized

Spásserað

Í gærkvöldi trítluðum við hjónaleysin aðeins um Smárahverfið. Í dag fórum við svo í Vesturbæinn (… í Kópavogi að sjálfsögðu) og lögðum all nokkra kílómetra að baki.

Stefnum á að verða dugleg við þetta í vetur.

Uncategorized

Things to do

Things to Do in Denver When You’re Dead var DVD mynd kvöldsins. Óvenjuleg og sniðug.

Uncategorized

Áhugamálin

Þau eru mörg og mismunandi áhugamálin. Mike Scheerens hefur til dæmis greinilega ótrúlegan áhuga á dótalestum, sjáið bara heimili hans þar sem lest keyrir allan hringinn.

Milljónir manna spila nú netleiki, þessi grein frá BBC er um sýningu sem er í gangi í Bretlandi þar sem ljósmyndari pældi aðeins í þessum heimi og tók myndir af fólkinu og þeim persónum sem það leikur á netinu. Mjög gaman að sjá að einn verulega góður leikmaður er lítill strákur sem nær ekki að anda sjálfur, á netinu fær hann tækifæri til að vera stór og sterkur og virtur fyrir afrek sín.

Uncategorized

Þingvaktin 2

Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að skipa nefnd sem geri úttekt á kostum þess og göllum út frá læknisfræðilegu, siðfræðilegu og trúarlegu sjónarmiði að heimila nýtingu stofnfrumna úr fósturvísum manna til rannsókna og lækninga á alvarlegum sjúkdómum.

Eina sem ég er að spá í hérna er hvaða trúarbrögð á að hafa í huga? Verður það biskup Þjóðkirkjunnar eða munu fleiri trúarbragðahópar koma að málinu?

Uncategorized

Þingvaktin

Ríkisstjórn fólksins! Lækkar hátekjuskatt og í staðinn hækka skólagjöld námsmanna og komugjöld á heilsugæstlustöðvar. Skrítið að sækja pening frekar til efnaminna fólks en efnameira.

Nú svo auðvitað eiga spítalar að skera meira niður! Sniðugt að ríka fólkið verði hið eina sem mun hafa efni á heilsugæslu í framtíðinni með þessu fyrirkomulagi, þá getum við hin dáið drottni okkar og hætt að greiða atkvæði okkar óþægilegum mönnum og flokkum sem angra grey ríkisstjórn landsins.

Líst vel á þetta frumvarp og þetta frumvarp.

Uncategorized

Bulldal

Já, eitthvað er Halldór Blöndal að misskilja synjunarákvæðið. Hann telur synjunarvald forseta arfleið frá Loðvíki 14. eða álíka. Talar um að Alþingi sé æðsta stofnun þjóðarinnar en gleymir að þjóðin er æðri Alþingi. Segir meira að segja að þjóðaratkvæðagreiðsla hefði átt að fara fram en snýr sér svo í hringi og talar um prósentutölur og skort á lögum.

Mér finnst nokkuð djarft af manni sem er titlaður forseti Alþingis að reyna að varna því að lýðræði ríki í landinu nema á fjögurra ára fresti. Ef ekki eru Alþingiskosningar má þjóðin víst éta það sem úti frýs og ekki segja skoðun sína á því sem þingmenn gera.

Ef þingmenn ganga á bak orða sinna, brjóta stjórnarskrána og gera algjöran skandal, þá er það bara þjóðinni að kenna því að hún kaus þessa aumingja á þing nokkrum árum eða mánuðum áður. Hún verður bara að sætta sig við það að kjörnir þingmenn gangi á bak orða sinna, möglunarlaust.

Það held ég að þessi ríkisstjórn verði tekin fyrir í sögunni sem dæmi um siðlausa stjórn, efast um að Davíð og félagar nái að endurskrifa alla söguna þó þeir reyni sitt besta.

Gott að láta hugann aðeins reika frá þessum mannleysum á Alþingi og til fornra framtíðardrauma um farartæki í nútímanum og framtíð.

Uncategorized

Deilir

Áhugavert að lesa frásagnir þeirra sem lentu í áhlaupi lögreglunnar vegna skráardeilingar.

Fjölmiðlar duglegir að æpa á innsoginu alls konar staðreyndavillur og annað kjaftæði, sem endranær.

Uncategorized

Ngo si sui

Eftir kvöldmat á Eldsmiðjunni tókum við DVD myndina Ngo si sui. Jackie Chan með þokkalegasta móti þarna, standard í leik og öðru mun hærri en síðasta mynd sem við sáum, en samt ekki heimsklassa.

Það sem heillar þó er sem áður húmor, undrafimi og frumleiki Jackie Chans. Hann á engan sinn líka.