Kláraði að lesa fyrstu bókina af þeim fjölda sem ég fékk í afmælisgjöf. Þetta var The Wee Free Men, Discworld bók frá meistara Terry Pratchett. Hann smellir góðum skammti af þjóðfélagsádeilu og góðum punktum (af hverju gerum við X svona þegar hægt væri að gera það öðruvísi og betur). Hann er skarpur karlinn og bókin er góð.
Merkt sem barnabók og það er hið besta mál ef börn lesa svona bókmenntir sem fá þau til að velta hlutunum aðeins fyrir sér. Plummar sig vel sem fullorðins lesefni líka.