Monthly Archives: April 2004

Uncategorized

Fyrsti grillmaturinn

Mamma og Teddi buðu okkur og öðrum afkvæmum í mat í dag.

Lambakjötið bráðnaði í munni, lygilega gott. Kjöt og annað gómsætt á teini var jafnframt grillað og er því fyrsta grillbragð sumarsins komið. Verst að grillið okkar brotnaði í óveðri í vetur, það þarf að redda einhverju þar fyrir sumarið.

Uncategorized

Fréttaskot

Í gær skruppum við til ömmu sem átti afmæli. Hún er búin að gjörbreyta íbúðinni og stóð í því fyrir ekki löngu að rífa allt niður sjálf og færa til. Ekki slæmt hjá rúmlega sjötugri konu.

Fréttaskot utan úr heimi næst.

Í Bretlandi hafa tveir menn frá Kosovo unnið skaðabótamál gegn varnarmálaráðuneytinu vegna harðrar framgöngu hermanna í Kosovo þar sem félagi þeirra var drepinn. Dómarinn sagði að menn misstu ekkert mannréttindi sín þó þeir væru erlendir, fínt mál. Friðargæslumenn eru hins vegar áhyggjufullir, segjast nú líklega ekki þora að skjóta neinn…

Það hefur verið hamingjusöm brúður (eða þannig) sem fékk drukkinn brúðguma í lögreglufylgd í brúðkaupið sitt í Þýskalandi. Drengurinn var enn drukkinn eftir steggjapartíið og missti ökuskírteinið.

Land hinna frjálsu heldur áfram að afsanna það orðspor, nú ætla þeir að stórhækka sektir fyrir að tala um kynlíf og önnur tabú í útvarpi. Howard Stern er að lenda í miklum vandamálum vegna þessa.

Ótrúlegt en satt en þá er til tískuvefur fyrir tölvuleikinn Star Wars: Galaxies. Hægt er að láta sérhanna á sig föt og fleira þar.

Uncategorized

5 ár

Í dag eru 5 ár frá því að strákur og stelpa fóru í bíó saman.

Uncategorized

Andlitin

Æðisleg myndin af þjálfara Mílan, Carlo Ancelotti, eftir að þeir töpuðu 4-0 og voru slegnir út af mínum mönnum í Deportive La Coruna.

Þeim sem leiðist geta svo skemmt sér við að hanna andlit í Flash!

Uncategorized

Blikkandi ljós og læti

Þessi leikur er ekki fyrir flogaveika og ekki sérstaklega fyrir neinn annan heldur! Þessi er svo ekki mikið skárri!

Uncategorized

Starsky & Hutch

Við hjónakornin gerðum okkur smá dagamun í dag og fórum á Pizza Hut og fengum okkur brauðstangir áður en við smelltum okkur í bíó. Reyndar mjög tæp tímasetningin þar sem allt virtist verulega rólegt á Pizza Hut.

Við náðum þó upphafinu á Starsky & Hutch og myndin reyndist hin besta skemmtun. Hæfilega vitlaus og skondin.

Uncategorized

Allir nema Björn og Dabbi

Óskaplega friðsælt eitthvað um að lítast í dag. Held að bærinn hafi tæmst af fólki?

Maður er svo afslappaður að það er ekki fyndið. Prófið í gær alveg dró úr manni allan mátt þannig að prófið á morgun gæti verið tvísýnt en það reddast þá bara.

Allir chillaðir á Íslandi í dag nema Björn og Dabbi, Dabbi og Dóri hafa enn ekki svarað erindinu sem ég sendi þeim varðandi sönnunargögnin sem þeir sögðu nógu góð til að réttlæta að Ísland gerðist árásaraðili.

Best ég geri þessi orð að mínum:

A government lost in the past, in a Cold War world of missile defence and terrorists spawning from “rogue states”, missed the real world – and missed what chance there was to isolate the al Qaeda threat. Our government, to its everlasting shame, followed them. (src)

Jæja, þeim sem leiðist geta svo leikið sér í þessum leik.

Uncategorized

Ofurþungt

Prófið í dag var líklega hið þyngsta hingað til í þessu fagi. Undanfarna daga höfum við farið yfir fyrri próf og tekið þau en þetta sló nú öllu út.

Kennarinn bætti við hálftíma þegar ljóst var að allir sátu ennþá inni þegar hálftími var eftir, nær allir (98% eða svo!) sátu svo út þennan aukahálftíma.

Hef aldrei áður setið í 3.5 tíma í prófi, hvað þá séð 100 aðra gera það.

Jæja, ég var svo sem ekki að reyna að sigla ísjaka frá Grænlandi til Gíbraltar. Það hefði þó líklega verið skemmtilegra.

Uncategorized

Krammað

Þá er tveggja kvölda kramsessioni lokið. Við tókum reyndar mark á Fritz í kvöld 🙂

Erum þokkalega stemmd fyrir morgundaginn, við vitum að sum dæmi munum við massa en erum skíthrædd við nokkur önnur. Svo er þetta bara eins og í bikarnum, luck of the draw. Kannski ekki réttmætasta prófaaðferðin að spyrja úr fjórum atriðum af einhverjum 16 eða svo en svona er þetta.

Tengill dagsins er á merkilega fatalínu.

Uncategorized

Aprílgöbb sem eru því miður ekki

Fyrst að allir eru að hlaupa apríl eða láta aðra hlaupa apríl er ekki úr vegi að spöglera í nokkrum fréttum sem manni fyndist hljóma eins og aprílgöbb en eru það ekki.

  • Öll bókasöfn landsins loka vegna vinnu erlends verktaka
    • á miðjum prófatíma Háskólans í Reykjavík
    • á miðju skólatímabili grunn- og framhaldsskóla
  • Íslendingar afhenda SÞ flugvöll (fyrirsögn á textavarpi)
  • “Frjálshyggjumenn” styðja lífssýnatökur og launaleynd

Æji.. svo var gomma af fréttum af Birni Bjarnasyni og félögum hans en það er allt svo fáránlegt að það hljómar eins og arfaslökustu aprílgöbb… en eru það ekki því miður.