Horfðum í kvöld á Zoolander í DVD/VHS-tækinu okkar sem er orðið fullfrískt eftir 6 mánaða heiladauða vinstra megin (DVD). Fínasta farsamynd.
Uglurnar töpuðu aftur í boltanum (skandall!), KR var flengt af FH (Willum hlýtur að hafa verið orðlaus), Þróttur féll og Mart Poom markvörður skoraði á lokasekúndunum til að tryggja sínum mönnum jafntefli í ensku deildinni.
Ég sá síðari hálfleik Bayern München og Bayer Leverkusen, stórgóður leikur, kannski maður fari að horfa á boltann á laugardögum.
Í Ameríkunni er það að frétta að Area 51 er áfram dularfullur staður. Þeir þurfa ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að dömpa eiturefnum í ruslið hjá sér svo lengi sem það er í þjóðarþágu.
Í Rússlandi er svo verið að koma póló-æði í gang meðal elítunnar þar.