Monthly Archives: September 2003

Uncategorized

Zoolander, boltinn, Area 51 og póló

Horfðum í kvöld á Zoolander í DVD/VHS-tækinu okkar sem er orðið fullfrískt eftir 6 mánaða heiladauða vinstra megin (DVD). Fínasta farsamynd.

Uglurnar töpuðu aftur í boltanum (skandall!), KR var flengt af FH (Willum hlýtur að hafa verið orðlaus), Þróttur féll og Mart Poom markvörður skoraði á lokasekúndunum til að tryggja sínum mönnum jafntefli í ensku deildinni.

Ég sá síðari hálfleik Bayern München og Bayer Leverkusen, stórgóður leikur, kannski maður fari að horfa á boltann á laugardögum.

Í Ameríkunni er það að frétta að Area 51 er áfram dularfullur staður. Þeir þurfa ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að dömpa eiturefnum í ruslið hjá sér svo lengi sem það er í þjóðarþágu.

Í Rússlandi er svo verið að koma póló-æði í gang meðal elítunnar þar.

Uncategorized

Gúbbi, gígabæt og kóðastuldur

Gúbbinn sem sér um DNS-inn er enn ekki búinn að laga þannig að það er svona 50/50 séns á að fólk rati inn á betra.is. Um leið og hann tekur til eftir sig ætti þetta að fara í 100% eins og það ætti að vera!

Mikið er ég ánægður með þetta framtak. Nokkrir einstaklingar eru sumsé að kæra framleiðendur harðra diska fyrir rangar upplýsingar. Það sem þeir selja sem 150 GB disk er í raun 140 GB diskur þegar í tölvu er komið þar sem tölvur nota tvíuandarkerfið og stærðin 1024 er notuð í stað 1000 eins og í auglýsingunum. Þetta hefur ergt mig all oft að kaupa stóra diska og sjá tölvuna segja mér að það vanti nokkur GB upp á það sem ég ætlaði.

Áhugaverð tölvugrein: How To Steal Code or Inventing The Wheel Only Once.

Uncategorized

Kosningar 2004

Í Ameríkunni það er. Núna er margmilljarðamæringurinn George Soros byrjaður að safna pening til að koma í veg fyrir endurkjör George W. Bush.

Lesefni dagsins í dag er meðal annars Lex & YACC HOWTO. Alltaf fjör í skólanum.

Uncategorized

Línskotar

Já þetta LÍN er nú meira ruglið. Þeir virðast hafa borgað mér of mikið fyrir síðustu önn (heil 100þ eða svo) og vilja fá 39þ til baka enda “að verði mistök við veitingu námsláns, námsmanni í óhag, ber að leiðrétta þau strax og upp kemst”. Þarna er á ótrúlegan hátt reynt að telja mér trú um að það sé mér í hag að endurgreiða LÍN hluta af láni sem ég fékk hjá þeim. Það að greiðslan fyrir lánið kemur af yfirdrættinum mínum er mér augljóslega í óhag.

Svona rökvilla er alveg brilljant. Auðvitað myndi ég ekki sækja um námslán nema vegna þess að mig vantar pening, því hlýt ég að borga þeim til baka með lánspeningum frá bönkunum sem er mér verulega í óhag! Hvaða raunveruleiki er þetta sem skriffinnar Íslands lifa í? Svo ekki sé minnst á að allir námsmenn eiga víst að stunda þetta þar sem LÍN lánar manni eftirá og lifa á yfirdrætti í bönkunum og borga þar vexti og koma því illa út úr þessu! Þetta er lélegasta lánastofnun sem ég hef nokkru sinni heyrt af. Þorskar og þöngulhausar.

Rumsfeld og félagar eru á málflótta frá eigin orðum, “ha já ég var að plata sko”, “þetta var nú kannski aðeins of ýkt hjá mér”, lesið meira hérna.

Hins vegar lýst mér ágætlega á það að Kanadamenn ætla að gera það að hatursglæp að spýja tilvitnunum um samkynhneigðum úr biblíunni.

DNS er enn í rugli og netpakkarnir mínir eru farnir að týnast í RIX-inum hægri vinstri. Að auki bíða mín 3 harðir diskar sem þarf að bjarga gögnum af. Stundum vildi ég vera kokkur.

Uncategorized

Töff og ótöff

Töff tengill dagsins í dag er ættaður frá Unni og sýnir kvenlegan tölvukassa.

Töff sigur dagsins er 2-0 sigur Lazio á Besiktas.

Ótöff tap dagsins er tap Uglanna, mark á 90. mínútu sló þær úr öðru sæti og niður í það áttunda.

Ótöff dagsins er DNS. Hann dettur inn og út með nýju og gömlu IP-töluna til skiptis þannig að grey tengdó getur stundum og stundum ekki séð póstinn sinn. Að auki eru nú allir mættir á molana nema ég?

Uncategorized

Hetjur, skúrkar og snilld

Ofurhetja í London: Angle Grinder Man releases clamped cars for free< Joseph Farah er með þeim ótrúlegustu, ástæðan fyrir dauða svona margra eldri borgara í Frakklandi er sumsé stutt vinnuvika!

Here’s an example of how the 35-hour work week killed people. Here’s an example of how worker vacation benefits killed people. Here’s an example of how socialism – even the well-meaning, democratic brand of state socialism they know in Europe – killed people by the thousands.

Snarruglaður sem fyrr.

Þessi diskur er svo algjör skyldueign!

Vond vond tíðindi úr Vesturheimi. WUSA er gjaldþrota! Líklega nokkuð margar fótboltastelpur hnuggnar núna, þetta var eina alvöru atvinnumannadeildin fyrir konur.

Uncategorized

Boltinn í gær

Jæja boltinn í gær fór bara nokkuð vel. Víkingar komnir í úrvalsdeildina eftir nokkra fjarveru, Uglurnar í öðru sæti í ensku (annari) deildinni og Lazio búið að vinna báða sína leiki. Lyon hins vegar hikstar í byrjun í frönsku deildinni, er um miðja deild eftir 6 leiki með aðeins 8 stig, lélegt hjá meisturunum!

Í dag var það svo alls herjar hreingerning hér heima, gegnumtrekkurinn sem ég kom á ætti svo að hafa tryggt að minnstu rykagnir hyrfu út um svalirnar.

Uncategorized

DNS pirr

DNS er kerfið á netinu sem breytir vélarnöfnum (www.betra.is, joi.betra.is og svo framvegis) yfir í réttar IP-tölur (í þessu tilfelli 194.144.41.2) svo að forrit (Internet Explorer og önnur) fari á réttan stað.

Þegar vefur/vél flytur um IP-tölu þá tekur það yfirleitt 24-48 tíma fyrir DNS að uppfærast hjá öllum. Núna eru hins vegar liðnir vel yfir 92 tímar og enn hafa ekki allir séð breytingarnar, molar.is sjá til dæmis einn vef hjá okkur en ekki 4 aðra! Ég hef margoft fiktað í svona DNS dæmi og hef aldrei áður vitað að það tæki svona gífurlegan tíma.

Earlier, President Bush called for more outside help, saying no free nation could be neutral in the fight between civilisation and chaos. (src)

Veistu að ég er bara eiginlega sammála honum! Áfram írösk siðmenning, niður með amerískt chaos!

P.S. Hér má sjá mynd af þessum falsaða 200 dollara seðli sem ég minntist á í gær (tenglar fengnir frá Neil Gaiman).

Uncategorized

Fals og tíska

Jæja maður er svo sem ekki hlynntur peningafalsi en verður að dást að svona húmoristum.

Setti í dag upp Movable Type. Er ekki nógu ánægður með “usability” gagnvart fólki sem ekki hefur hundsvit á HTML og þyrfti ekki að hafa hundsvit á því. Samt áhugavert tól sem gæti nýst manni í eitthvað.

Nú eru háhæluð stígvél víst í tísku. Tíska finnst mér annars ógurlega vitlaust fyrirbæri, 10 manns sem sitja einhver staðar útúrdópaðir og skissa hvað allir ættu að klæðast eftir hálft ár. Setja síðan á svið sýningar þar sem herskarar bíða spenntir eftir því að sjá hvað er næsta tískubólan frá þessum messíösum.

Tískuhönnun er ekki það sama og fatahönnun. Fatahönnun væntanlega skilar af sér fallegum og/eða notadrjúgum/heppilegum fatnaði (fyrir mismunandi aðstæður). Tískuhönnun er að búa til bólu sem dugar á meðan að liðið er nógu vitlaust til að elta hana.

Smá útúrdúr þarna. Sumsé þá fannst mér skondið að lesa í dag að stígvél væru málið núna, sá í fyrradag unga móður sem var svakaleg gella í hermannabuxum, gallajakka og þessum líka háhæluðu stígvélum. Mér er svo sem sama hvernig hún klæðir sig en það sem vakti athygli mína var að litla stelpan hennar virtist við það að fara úr axlalið við að leiða móður sína. Mamman teygði sig afkáralega niður og krakkinn hékk niður frá og varla snerti gólf og af hverju? Af því að háhæluðu stígvélin voru í tísku. Þetta fannst mér glatað, ekki töff.

Johnny Cash fékk að rúlla í kvöld, karlinn var flottur. Smá syrpa sem endaði á Wanderer þar sem hann er með U2.

Uncategorized

Nýir tímar

Búinn að vera öflugur í náminu í dag. Seldi svo Grafara í dag, það var aukakallinn (eins og maður segir) minn í EVE sem er suddalega góður á sínu sviði. Sakna hans og Dominix-skipsins hans aðeins en hann skemmtir sér líklega í vinnunni hjá nýjum eiganda.

Riddari (aðalkallinn) fer líklega bara í ísskápinn… kannski maður kíki á hann í jólafríinu. Kannski ekki.