Jæja boltinn í gær fór bara nokkuð vel. Víkingar komnir í úrvalsdeildina eftir nokkra fjarveru, Uglurnar í öðru sæti í ensku (annari) deildinni og Lazio búið að vinna báða sína leiki. Lyon hins vegar hikstar í byrjun í frönsku deildinni, er um miðja deild eftir 6 leiki með aðeins 8 stig, lélegt hjá meisturunum!
Í dag var það svo alls herjar hreingerning hér heima, gegnumtrekkurinn sem ég kom á ætti svo að hafa tryggt að minnstu rykagnir hyrfu út um svalirnar.