Fals og tíska

Jæja maður er svo sem ekki hlynntur peningafalsi en verður að dást að svona húmoristum.

Setti í dag upp Movable Type. Er ekki nógu ánægður með “usability” gagnvart fólki sem ekki hefur hundsvit á HTML og þyrfti ekki að hafa hundsvit á því. Samt áhugavert tól sem gæti nýst manni í eitthvað.

Nú eru háhæluð stígvél víst í tísku. Tíska finnst mér annars ógurlega vitlaust fyrirbæri, 10 manns sem sitja einhver staðar útúrdópaðir og skissa hvað allir ættu að klæðast eftir hálft ár. Setja síðan á svið sýningar þar sem herskarar bíða spenntir eftir því að sjá hvað er næsta tískubólan frá þessum messíösum.

Tískuhönnun er ekki það sama og fatahönnun. Fatahönnun væntanlega skilar af sér fallegum og/eða notadrjúgum/heppilegum fatnaði (fyrir mismunandi aðstæður). Tískuhönnun er að búa til bólu sem dugar á meðan að liðið er nógu vitlaust til að elta hana.

Smá útúrdúr þarna. Sumsé þá fannst mér skondið að lesa í dag að stígvél væru málið núna, sá í fyrradag unga móður sem var svakaleg gella í hermannabuxum, gallajakka og þessum líka háhæluðu stígvélum. Mér er svo sem sama hvernig hún klæðir sig en það sem vakti athygli mína var að litla stelpan hennar virtist við það að fara úr axlalið við að leiða móður sína. Mamman teygði sig afkáralega niður og krakkinn hékk niður frá og varla snerti gólf og af hverju? Af því að háhæluðu stígvélin voru í tísku. Þetta fannst mér glatað, ekki töff.

Johnny Cash fékk að rúlla í kvöld, karlinn var flottur. Smá syrpa sem endaði á Wanderer þar sem hann er með U2.

Comments are closed.