Þetta var fínn dagur í græjuheiminum, fyrst fékk ég Armageddon orrustuskip í EVE og síðan fengum við Sigurrós stafræna myndavél sem lengi hefur verið á dagskrá hjá okkur. Búast má við einhvers konar myndaflóði eftir þetta.
George Orwell virðist hafa verið bloggari á sinni tíð, sama má segja um fjöldamarga sem hafa skrifað eða flutt reglulega pistla í hina ýmsu fjölmiðla.
Þetta er líklega með sjaldgæfustu dauðdögum veraldarsögunnar, sorglegt slys.
Sem oftar þá eru það fréttir að vestan sem nóg er að finna um, þar má nefna það að þingmenn vilja fá hjólreiðamenn aftur í bílana, vörur með innbyggð strikamerki sem valda mörgum áhyggjum og rannsókn sem ber saman íhaldsmenn ýmiss konar, þeirra á meðal Reagan, Hitler og Stalín.