Sigurrós tók um síðustu helgi mynd af framtíðarheimilinu okkar, ég skannaði hana svo inn í gær. Eins og sjá má er Sigurrós miklu betri ljósmyndari en sá sem tók hina myndina.
Ég vissi það, Björgvin er of forfallinn til þess að hætta.
Las í kvöld bókina Eyðimerkurblómið, sögu Waris Dirie. Áhugaverð bók um stúlku sem hefur átt óvenjulegt lífshlaup. Frásagnir hennar af umskurði kvenna í Sómalíu eru skuggalegar, á hverjum degi er áætlað að 6.000 stúlkubörn séu umskornar. Verkfærin til þessara limlestinga eru ryðguð rakvélarblöð, steinar og stundum eru tennur notaðar (snípur og skapabarmar bitnir af…). Eftir þessa slátrun á líkama þeirra tekur svo ekki betra við, þær eru saumaðar saman þannig að aðeins pínuhola verður eftir, sem að leyfir aðeins einum dropa í einu
að falla út um, hvort sem það er tíðablóð eða þvag. Ég gæti ritað margt fleira um þetta, en geri það ekki núna. Maður hefur lengi vitað af þessum pyntingum (sem að nota bene er hvergi minnst á í neinu trúarriti að eigi að gera, heldur eru þetta siðir sem karlmenn hafa komið sér upp til þess að tryggja þess að konur þeirra séu ekki að eignast börn annara manna (að barnsburði afloknum eru þær saumaðar aftur saman.. ef þær hafa lifað allt að framan af það er)), en að lesa frásögn um þetta í fyrstu persónu varpar enn betra ljósi á þetta. Waris var víst hérna á landinu um daginn, barátta hennar gegn umskurði mun vonandi bjarga lífum og heilsu margra margra barna í Afríku, en það er langt í land.
6.000 á dag. Í dag voru 6.000 stúlkur (margar 4 ára, margar 10 ára og allt þar á milli) limlestar, sýking hefur þegar tekið sér bólfestu. Á morgun verða kannski 1.000 þeirra látnar, á hinn kannski 500 aðrar og svo koll af kolli. Ef að helmingurinn lifir af þá er það kraftaverk, sé litið á aðfarirnar.