Hópurinn í Afköstum gagnasafnskerfa skrapp í dag í heimsókn í KB-banka í Ármúla þar sem við fengum fyrirlestur og smá skoðunartúr.
Vinnuaðstaða öll mjög viðunandi virtist vera, tækjabúnaður til fyrirmyndar, enginn með minna en tvo flatskjái, fundarherbergið glæsilegt og skjávarpinn á stærð við Volkswagen bjöllu.
Tölvurýmið niðri var flott enda nýtt af nálinni. Ekki eins kalt þar inni eins og í tölvurýmum Flugleiða og Varnarliðsins.
Snitturnar fínar og belgískt konfekt vakti mikla lukku sumra.
Sá í kollinn á tveimur fyrrum bekkjarfélögum sem útskrifuðust á réttum tíma og muna líklega ekki eftir mér.